Íslandsvinurinn valdi formúlu eitt frekar en ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 11:00 Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe. Getty/Bryn Lennon Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe. Enski boltinn Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe.
Enski boltinn Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira