Íslandsvinurinn valdi formúlu eitt frekar en ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 11:00 Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe. Getty/Bryn Lennon Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe. Enski boltinn Formúla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe.
Enski boltinn Formúla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira