Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 10:14 Annegret Kramp-Karrenbauer hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra Þýskalands síðustu misserin. Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara líkt og til stóð, þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári. Frá þessu greindi Kramp-Karrenbauer í morgun. Hún tók við embætti formanns CDU árið 2018, um svipað leyti og Merkel greindi frá því að hún myndi sjálf stíga til hliðar sem kanslari árið 2021. Þýskir fjölmiðlar segja Kramp-Karrenbauer óvænt hafa greint flokksstjórn frá ákvörðun sinni í morgun. Sagðist hún vera á því að sama manneskja eigi stýra flokknum og gegna embætti kanslara og hafi hún því ákveðið að láta einnig af embætti formanns CDU. Nýr formaður í sumar Kramp-Karrenbauer kveðst munu haga málum þannig að nýr leiðtogi flokksins verði valinn í sumar og muni hún þá sjálf láta af embætti formanns. Heimildir DW herma að Merkel vilji að Kramp-Karrenbauer muni þó áfram gegna embætti varnarmálaráðherra. Annegret Kramp-Karrenbauer hefur verið einn nánasti bandamaður Angelu Merkel kanslara síðustu ár.Getty Kramp-Karrenbauer var sá innan CDU sem Merkel sá fyrir sér sem arftaki sinn og náði Merkel því í gegn að Kramp-Karrenbauer yrði formaður flokksins í formannskjöri árið 2018. Kramp-Karrenbauer hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar í formannstíð sinni, þar sem hún hefur þurft að glíma við ýmis hneykslismál. Deilur í Þýringalandi Í síðustu viku vakti það mikla hneykslan þegar CDU og þjóðernisflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) sameinuðust í stuðningi við fulltrúa FDP sem næsta forsætisráðherra Þýringalands (þ. Thüringen). Þýskir flokkar hafa til þessa sniðgengið og hafnað samstarfi við AfD vegna stefnu þeirra meðal annars í innflytjendamálum og rótum flokksins í hreyfingum nýnasista. Beindu margir spjótum sínum að Kramp-Karrenbauer og hvernig hún tókst á við málið, þar sem henni mistókst að sameina flokkinn að baki sér. Voru margir sem hunsuðu kröfur hennar um að boðað yrði til nýrra kosninga í Þýringalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent