Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 19:00 Aðstandendur langveikra barna eru áhyggjufullir um stöðu mála. Vísir/Sammi Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30