Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 16:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, á fundinum nú síðdegis. vísir/vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00