Þrjár landsliðskonur Framliðsins framlengja á sama degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 16:00 Framstelpur hafa verið frábærar í vetur og Framarar hafa lagt grunninn að áframhaldandi velgengni með nýjum samningum. Vísir/Bára Landsliðskonurnar Ragnheiður Júlíusdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir hafa allar skrifað undir nýjan tveggja ára samning við kvennalið Fram. Framarar segja frá þessum frábæru fréttum fyrir kvennalið félagsins inn á heimasíðu sinni í dag. Ragnheiður, Þórey Rósa og Karen eru algjörir lykilmenn í Framliðinu sem er á toppnum í Olís deild kvenna og er komið í undanúrslit Coca Cola bikarsins. Ragnheiður Júlíusdóttir er uppalin í Fram og hefur verið meðal bestu leikmanna efstu deildar kvenna síðan hún hóf sinn feril í meistaraflokki 2013. Hún er á sínu sjöunda keppnistímabili með Fram og hefur skorað yfir 1000 mörk fyrir Fram. Hún er markahæsti leikmaður liðsins í Olís deildinni í vetur með 102 mörk í 17 leikjum eða sex mörk að meðaltali í leik. Þórey Rósa Stefánsdóttir kom til Fram frá ÍR árið 2005 og lék með Framliðinu þar til árið 2009 er hún hélt utan í atvinnumennsku. Hún lék með Emmen í Hollandi til ársins 2011 en fór síðan til VFL Oldenburg í Þýskalandi. Þórey hélt síðan til Danmerkur og lék með Team Tvis Holstebro til 2013. Næstu fjögur árin lék hún síðan með Vipers Kristiansand í Noregi. Þórey Rósa kom aftur heim til Fram árið 2017. Þórey Rósa var valin handknattleikskona ársins bæði árið 2017 og 2018 og er alger lykilmaður í landsliði Íslands og annar fyrirliða landsliðsins. Karen Knútsdóttir er uppalin í Fram og lék með liðinu þar til hún hélt í atvinnumennsku árið 2011. Fyrst fór hún til Blomberg/Lippe í Þýskalandi en svo til Danmerkur þar sem hún lék með Sönderjyske. Árið 2014 hélt hún til Frakklands þar sem hún lék með liði Nice við góðan orðstír. Karen var valin handknattleikskona ársins árið 2011 og 2014 og hefur verið fyrirliði landsliðsins. Olís-deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Landsliðskonurnar Ragnheiður Júlíusdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir hafa allar skrifað undir nýjan tveggja ára samning við kvennalið Fram. Framarar segja frá þessum frábæru fréttum fyrir kvennalið félagsins inn á heimasíðu sinni í dag. Ragnheiður, Þórey Rósa og Karen eru algjörir lykilmenn í Framliðinu sem er á toppnum í Olís deild kvenna og er komið í undanúrslit Coca Cola bikarsins. Ragnheiður Júlíusdóttir er uppalin í Fram og hefur verið meðal bestu leikmanna efstu deildar kvenna síðan hún hóf sinn feril í meistaraflokki 2013. Hún er á sínu sjöunda keppnistímabili með Fram og hefur skorað yfir 1000 mörk fyrir Fram. Hún er markahæsti leikmaður liðsins í Olís deildinni í vetur með 102 mörk í 17 leikjum eða sex mörk að meðaltali í leik. Þórey Rósa Stefánsdóttir kom til Fram frá ÍR árið 2005 og lék með Framliðinu þar til árið 2009 er hún hélt utan í atvinnumennsku. Hún lék með Emmen í Hollandi til ársins 2011 en fór síðan til VFL Oldenburg í Þýskalandi. Þórey hélt síðan til Danmerkur og lék með Team Tvis Holstebro til 2013. Næstu fjögur árin lék hún síðan með Vipers Kristiansand í Noregi. Þórey Rósa kom aftur heim til Fram árið 2017. Þórey Rósa var valin handknattleikskona ársins bæði árið 2017 og 2018 og er alger lykilmaður í landsliði Íslands og annar fyrirliða landsliðsins. Karen Knútsdóttir er uppalin í Fram og lék með liðinu þar til hún hélt í atvinnumennsku árið 2011. Fyrst fór hún til Blomberg/Lippe í Þýskalandi en svo til Danmerkur þar sem hún lék með Sönderjyske. Árið 2014 hélt hún til Frakklands þar sem hún lék með liði Nice við góðan orðstír. Karen var valin handknattleikskona ársins árið 2011 og 2014 og hefur verið fyrirliði landsliðsins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira