Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag.
Mancheter United mætir austurríska félaginu LASK sem heitir fullu nafni Linzer Athletik-Sport-Klub. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manchester United hefur heppnina með sér í drætti.
Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Kaupmannahöfn slógu Celtic út í 32 liða úrslitunum og drógust á móti Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi.
Arsenal-banarnir í Olympiakos mæta öðru ensku úrvalsdeildarfélagi því þeir drógust á móti Úlfunum.
Það eru líka nokkrir flottir aðrir leikir því Sevilla dróst á móti Roma, Internazionale mætir spænska félaginu Getafe og Rangers spilar við Bayer Leverkusen.
Leikirnir í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar:
Istanbul Basaksehir - FC Kaupmannahöfn
Olympiakos - Wolves
Rangers - Bayer Leverkusen
Wolfsburg - Shakhtar Donetsk
Internazionale Milan - Getafe
Sevilla - Roma
Red Bull Salzburg eða Eintracht Frankfurt - Basel
LASK - Manchester United
Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér
