Móðir Sæunnar ákvað að svelta sig til dauða Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Sæunn Kjartansdóttir skrifaði bók um samband sitt við móður sína og um þá reynslu þegar hún ákvað að svelta sig til dauða fyrir framan hana. Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira