Myndin sem lætur Söru líta út eins og töfrakonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir er svo öflug með lyftingarstöngina að hún getur látið hana svífa í lausu lofti. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er ótrúleg íþróttakona en mynd frá Wodapalooza CrossFit mótinu lætur hana hreinlega líta út eins og töfrakonu líka. Sara vann glæsilegan sigur í „Miami Heat“ greininni á Wodapalooza CrossFit mótinu en hún kláraði hana á einni mínútu og 17 sekúndum. Þetta var eina greinin sem Sara vann á mótinu og á endanum var Suðurnesjamærin að sætta sig við annað sætið í mótinu á eftir Tiu-Clair Toomey. Það réð aftur á móti enginn við hana í greininni sem var kannski skírð eftir NBA-liði Miami borgar. Sara var sjö sekúndum á undan næstu konu og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem kláraði á einni mínútu og 33 sekúndum. Á umræddri „töframynd“ sést Sara vera að koma í mark í „Miami Heat“ en greinin endaði á framstigi með 68 kílóa stöng. Sara kom á fleygiferð í mark en stöngin hafði þyngst í hverri umferð. Sara er búin að klára síðasta framstigið en var ekkert að eyða tíma í að bíða eftir að stöngin færi í jörðina heldur teygir sig í lokahnappinn. Ljósmyndarinn fangar þessa stund þar sem lítur út fyrir að þessi 68 kílóa stöng sé í lausu lofti. Það er því ekkert skrýtið að þeir sem tjá sig um myndina af Söru vitni bæði í Holmes og Harry Potter. „Vissi ekki að Hogwarts-skólinn væri í CrossFit,“ skrifar einn og „Wingardium Leviosa,“ skrifar annar. Sá fyrsti skrifaði aftur á móti „That’s levitation Holmes.” Meira en þrettán þúsund og fimm hundruð manns hafa sagt vera hrifin af myndinni á Instagram síðu Wodapalooza. Þessa mögnuðu mynd má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram That final rep feeling during "Miami Heat" A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 26, 2020 at 3:00pm PST CrossFit Tengdar fréttir Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. 25. febrúar 2020 10:00 Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15 Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. 27. febrúar 2020 09:30 Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ótrúleg íþróttakona en mynd frá Wodapalooza CrossFit mótinu lætur hana hreinlega líta út eins og töfrakonu líka. Sara vann glæsilegan sigur í „Miami Heat“ greininni á Wodapalooza CrossFit mótinu en hún kláraði hana á einni mínútu og 17 sekúndum. Þetta var eina greinin sem Sara vann á mótinu og á endanum var Suðurnesjamærin að sætta sig við annað sætið í mótinu á eftir Tiu-Clair Toomey. Það réð aftur á móti enginn við hana í greininni sem var kannski skírð eftir NBA-liði Miami borgar. Sara var sjö sekúndum á undan næstu konu og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem kláraði á einni mínútu og 33 sekúndum. Á umræddri „töframynd“ sést Sara vera að koma í mark í „Miami Heat“ en greinin endaði á framstigi með 68 kílóa stöng. Sara kom á fleygiferð í mark en stöngin hafði þyngst í hverri umferð. Sara er búin að klára síðasta framstigið en var ekkert að eyða tíma í að bíða eftir að stöngin færi í jörðina heldur teygir sig í lokahnappinn. Ljósmyndarinn fangar þessa stund þar sem lítur út fyrir að þessi 68 kílóa stöng sé í lausu lofti. Það er því ekkert skrýtið að þeir sem tjá sig um myndina af Söru vitni bæði í Holmes og Harry Potter. „Vissi ekki að Hogwarts-skólinn væri í CrossFit,“ skrifar einn og „Wingardium Leviosa,“ skrifar annar. Sá fyrsti skrifaði aftur á móti „That’s levitation Holmes.” Meira en þrettán þúsund og fimm hundruð manns hafa sagt vera hrifin af myndinni á Instagram síðu Wodapalooza. Þessa mögnuðu mynd má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram That final rep feeling during "Miami Heat" A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 26, 2020 at 3:00pm PST
CrossFit Tengdar fréttir Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. 25. febrúar 2020 10:00 Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15 Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. 27. febrúar 2020 09:30 Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15
Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00
Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. 25. febrúar 2020 10:00
Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15
Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. 27. febrúar 2020 09:30
Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30