Um tuttugu manns í sóttkví hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 16:10 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag. vísir/egill Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34