Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld.
Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en eftir 23 mínútur fékk varnarmaður Club Brugge, Simon Deli, rautt spjald eftir að hafa varið boltinn skot Luke Shaw.
5 - Manchester United have won a European game by a five-goal margin for the first time since November 2013 (5-0 v Bayer Leverkusen in the Champions League group stages. Thumping. pic.twitter.com/fb28RxxPy2
— OptaJoe (@OptaJoe) February 27, 2020
Leikmenn belgíska liðsins mótmæltu kröftuglega en rauða spjaldið og vítaspyrnan stóð. Á punktinn steig Bruno Fernandes og skoraði af miklu öryggi.
Sjö mínútum síðar skoraði Odion Ighalo sitt fyrsta mark fyrir United. Eftir laglegt samspil kom Mata boltanum á Nígeríumanninn sem opnaði markareikninginn sinn fyrir rauðu djöflanna.
Veislan hélt áfram í fyrri hálfleik en Scott McTominay kom United í 3-0 fyrir hlé. Tvö mörk voru skorað í síðari hálfleik. Fred gerðu þau bæði; það fyrra á 82. mínútu og það síðara í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 og samanlagt 6-1.
Manchester United have progressed through to the last 16 of a major European competition in every season since 2005/06.
— Squawka Football (@Squawka) February 27, 2020
The Round of 16 draw awaits them. pic.twitter.com/epVZ8hF76h
Ragnar Sigurðsson og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu út Celtic á útivelli, 3-1, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Ragnar átti virkilega góðan leik í miðri vörn FCK í leiknum.
Ajax er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið, tæpu ári eftir að hafa spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en sigur gegn Getafe á heimavelli í kvöld dugði ekki til.
SEJR! Efter en mandfolkepræstation af de helt store, tager vi hjem fra Skotland med en historisk flot 3-1-sejr i bagagen. Santos, Pep Biel og N'Doye scorede de mål, der sender os videre til 1/8-finalerne i Europa League #welldone#fcklive#celfckpic.twitter.com/fEEMlerOh8
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 27, 2020
Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan sem og samanlögð úrslit.
Öll úrslit kvöldsins:
Basel - APOEL 1-0 (Samanlagt 4-0)
Espanyol - Wolves 3-2 (Samanlagt 3-6)
Porto - Bayer Leverkusen 1-3 (Samanlagt 2-5)
Gent - Roma 1-1 (Samanlagt 1-2)
Istanbul Basaksehir - Sporting 4-1 (Samanlagt 5-4 eftir framlengingu)
Lask - AZ Alkmaar 2-0 (Samanlagt 3-1)
Ajax - Getafe 2-1 (Samanlagt 2-3)
Arsenal - Olympiacos 0-1 (Framlenging í gangi)
Benfica - Shaktar Donetsk 3-3 (Samanlagt 4-5)
Celtic - FCK (Samanlagt 2-4)
Inter - Ludogorets 2-1 (Samanlagt 4-1)
Man. United - Club Brugge 5-0 (Samanlagt 6-1)
Sevilla - Cluj (Samanlagt 1-1 - Sevilla áfram á útivallarmörkum)