Fimm myrtir í höfuðstöðvum Molson Coors Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 23:22 Árásin er ein þeirra verstu í Wisconsin. AP/Morry Gash Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna