Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2020 16:22 Meðal þess sem hið virka Félag eldri borgara á Selfossi gerir er að spila félagsvist. Félagar sem eru nýkomnir frá Tenerife eða Ítalíu eru beðnir um að halda sig heima næstu tvær vikur eða svo. Getty/Izusek Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði. Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði.
Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30
Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40