Fengu að hita upp fyrir Ásgeir á Íslendingatónleikum í Osló Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2020 12:30 Gunnar á sviðinu í Osló um helgina. „Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið. Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið.
Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“