Var í tölvuleik þegar Tesla-jepplingur ók á vegatálma Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 23:36 Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. AP/David Zalubowski Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt. Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt.
Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent