Til skoðunar að hefja samstarf við nýtt hérað í Úganda Heimsljós kynnir 25. febrúar 2020 14:45 Unnur Orradóttir Ramette sendiherra með geit sem hún fékk að gjöf frá heimamönnum. SÖ Til skoðunar er að hefja undirbúning að verkefnum í nýju samstarfshéraði í Úganda. Nýja héraðið, Namayingo, er í austurhluta landsins, og nær bæði til eyja úti á Viktoríuvatni og samfélaga uppi á landi. „Ísland er reiðubúið að halda áfram stuðningi við fiskimannasamfélög í Úganda í því skyni að bæta lífskjör fólks og stuðla að þróun,“ hefur úgandska dagblaðið New Vision eftir Unni Orradóttur Ramette sendherra í blaðinu í gær. Fram kemur í fréttinni að þorp í Namayingo myndu fá stuðning á ýmsum sviðum, meðal annars hvað varðar aðgengi að hreinu neysluvatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu og skólamálum. Íslendingar hafa um árabil unnið með nágrannasveitarfélagi, Buikwe, að úrbótum á þessum sviðum. Einnig hefur Ísland stutt Kalangala hérað við uppbyggingu innviða og menntun. Unnur Orradóttir Ramette sendiherra heimsótti Namayingo á dögunum ásamt Smára McCarthy þingmanni sem var í ferð í Úganda í boði GAVI, alþjóða bólusetningarsjóðsins. Samkvæmt frétt New Vision lýsti Unnur verkefnahugmyndum á fundi í grunnskólanum Isinde í Buhemba hreppi. Hún sagði ástand margra skólanna afar bágborið og sagði í skoðun að veita þorpum í Namayingo stuðning. „Við viljum sjá sérhvert barn í skóla og við viljum sjá það ljúka grunnskólagöngu,“ segir Unnur. Vincent Makali fræðslustjóri í héraðinu kvaðst finna fyrir feginleika að heyra af stuðningi Íslendinga og sagði ótvírætt að jákvæð þróun fylgdi betra aðgengi að menntun, ekki síst fyrir þau svæði í héraðinu sem stæðu lakast. Meðal atriða í menntamálum sem hann tiltók sérstaklega var skortur á hreinu drykkjarvatni, kennarabústöðum, námsgögnum og viðunandi skólastofum. „Buchumbi grunnskólinn er með 728 nemendur en aðeins sex skólastofur,“ sagði fræðslustjórinn. Haft er eftir Ronald Sanya héraðsstjóra í blaðinu að stuðningu komi til með að bæta skólasókn í fiskimannaþorpum sem ekki væri vanþörf á því börn í þorpum við vatnið hættu mörg hver í skóla til þess að vinna í fiski eða afla tekna með öðrum hætti. Þessi hugsunarháttur ætti þátt í miklu ólæsi í héraðinu. Haft er eftir Smára McCarty þingmanni að hann styðji fullkomlega þá vitleitni að bæta grunnþjónustuna í héraðinu. Blaðið hefur eftir honum að hann hafi orðið vitni að óboðlegum aðstæðum og brýnni þörf íbúa fyrir aðgengi að hreinu vatni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Til skoðunar er að hefja undirbúning að verkefnum í nýju samstarfshéraði í Úganda. Nýja héraðið, Namayingo, er í austurhluta landsins, og nær bæði til eyja úti á Viktoríuvatni og samfélaga uppi á landi. „Ísland er reiðubúið að halda áfram stuðningi við fiskimannasamfélög í Úganda í því skyni að bæta lífskjör fólks og stuðla að þróun,“ hefur úgandska dagblaðið New Vision eftir Unni Orradóttur Ramette sendherra í blaðinu í gær. Fram kemur í fréttinni að þorp í Namayingo myndu fá stuðning á ýmsum sviðum, meðal annars hvað varðar aðgengi að hreinu neysluvatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu og skólamálum. Íslendingar hafa um árabil unnið með nágrannasveitarfélagi, Buikwe, að úrbótum á þessum sviðum. Einnig hefur Ísland stutt Kalangala hérað við uppbyggingu innviða og menntun. Unnur Orradóttir Ramette sendiherra heimsótti Namayingo á dögunum ásamt Smára McCarthy þingmanni sem var í ferð í Úganda í boði GAVI, alþjóða bólusetningarsjóðsins. Samkvæmt frétt New Vision lýsti Unnur verkefnahugmyndum á fundi í grunnskólanum Isinde í Buhemba hreppi. Hún sagði ástand margra skólanna afar bágborið og sagði í skoðun að veita þorpum í Namayingo stuðning. „Við viljum sjá sérhvert barn í skóla og við viljum sjá það ljúka grunnskólagöngu,“ segir Unnur. Vincent Makali fræðslustjóri í héraðinu kvaðst finna fyrir feginleika að heyra af stuðningi Íslendinga og sagði ótvírætt að jákvæð þróun fylgdi betra aðgengi að menntun, ekki síst fyrir þau svæði í héraðinu sem stæðu lakast. Meðal atriða í menntamálum sem hann tiltók sérstaklega var skortur á hreinu drykkjarvatni, kennarabústöðum, námsgögnum og viðunandi skólastofum. „Buchumbi grunnskólinn er með 728 nemendur en aðeins sex skólastofur,“ sagði fræðslustjórinn. Haft er eftir Ronald Sanya héraðsstjóra í blaðinu að stuðningu komi til með að bæta skólasókn í fiskimannaþorpum sem ekki væri vanþörf á því börn í þorpum við vatnið hættu mörg hver í skóla til þess að vinna í fiski eða afla tekna með öðrum hætti. Þessi hugsunarháttur ætti þátt í miklu ólæsi í héraðinu. Haft er eftir Smára McCarty þingmanni að hann styðji fullkomlega þá vitleitni að bæta grunnþjónustuna í héraðinu. Blaðið hefur eftir honum að hann hafi orðið vitni að óboðlegum aðstæðum og brýnni þörf íbúa fyrir aðgengi að hreinu vatni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent