Kolbeinn kominn á samning hjá stórri umboðsskrifstofu sem gæti flýtt för hans upp metorðastigann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2020 12:00 Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína á atvinnumannaferlinum þótt hann fái aðeins ellefu skráða. vísir/aðsend Kolbeinn Kristinsson er annar af tveimur íslenskum atvinnuboxurum ásamt Valgerði Guðsteinsdóttur. Hann hefur unnið alla tólf bardaga sína á atvinnumannaferlinum og hann getur bætt þrettánda sigrinum við á næstunni. Hann er nýkominn á samning hjá stórri umboðsskrifstofu og æfir hjá sama þjálfara og heimsmeistarinn í þungavigt, Tyson Fury. Frá því í október 2018 hefur Kolbeinn æft í hinni goðsagnakenndu æfingastöð Kronk í Detroit undir handleiðslu Javan „SugarHill“ Steward milli þess sem hann æfir hérna heima. SugarHill er nýr þjálfari Furys og þjálfaði hann fyrir bardagann gegn Deontay Wilder. Fury vann bardaga þeirra á laugardaginn með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. „Þjálfarinn minn úti bannaði mér að boxa mikið við stráka hér heima því þá er ég að fara rólega í þá. Maður getur orðið „soft“ á því að boxa „soft“. En aðstæður hérna eru góðar,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn heldur út til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig fyrir næsta bardaga. „Það er mismunandi hve margir eru þarna. Það koma margir bardagamenn erlendis frá, t.d. frá Rússlandi. Þeir æfa þá hjá SugarHill eða öðrum í stöðinni. Vanalega þegar ég er þarna eru svona fjórir aðrir atvinnumenn, oft úr þungavigtinni,“ sagði Kolbeinn.Sér fyrir endann á harkinuTyson Fury og Javan „SugarHill“ Steward.vísir/gettyEn hvernig kom það til að Kolbeinn byrjaði að æfa hjá SugarHill í Kronk? „Ég komst í samband við Dmitry Silita sem er prómotorinn minn í dag um að koma mér í samband við SugarHill. Ég fór til Detroit í 2-3 vikur, æfði og við smullum saman. Salita var mjög áhugasamur um þetta og gerði samning við mig. Út frá því gerði risaumboðsmaður frá New York líka samning við mig. Mark Taffet heitir hann er m.a. með Claressu Shields, besta kvenboxara heims, á sínum snærum.“It is a great honor to announce that I have signed a management deal with @marktaffetmedia I'm looking forward to us working together and I forsee great things in the future. The next couple of months are going to be pretty busy, so stay tuned in! pic.twitter.com/RnFK8G2wFY— Kolbeinn Kristinsson (@IceBearBoxing) February 22, 2020 Kolbeinn segir að það breyti miklu fyrir sig að vera kominn á mála hjá Taffet. „Hann þekkir alla í boxinu. Hann rak HBO Boxing í 18 ár. Hann þekkir alla í bransanum. Þetta á eftir að flýta mér upp listann hratt. Ég fæ sjónvarpsbardaga, belti og allt miklu hraðar en ef ég væri ekki á samning,“ sagði Kolbeinn.Í viðtali við The Ring, virtasta boxtímarit heims, lýsti Kolbeinn öllum þeim fórnum sem hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Harkið er mikið og hann hefur nánast þurft að borga með sér. „Þetta er svolítið þannig ennþá en það sér fyrir endann á því. Maður þarf að borga ferðirnar og uppihald sjálfur. Maður fær eitthvað borgað fyrir bardaga en maður kemur samt alltaf út á núlli eða í mínus,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er hark en ég hélt alltaf áfram að vinna, bæta mig og fólk tekur eftir þér þegar þú gerir góða hluti.“Gæti fengið 5-6 bardaga á árinuKolbeinn berst í þrettánda sinn sem atvinnumaður á næstunni.MYND/AÐSENDKolbeinn segist aldrei hafa verið nálægt því að leggja hanskana á hilluna. „Nei, ég hef aldrei komist á þann stað. Ýmislegt hefur komið upp á en það hefur gefið mér enn meiri kraft til að sanna fyrir öllum að ég viti hvað ég er að gera.“ Það styttist í næsta bardaga Kolbeins en hann má ekki enn greina frá því hvenær hann verður eða hver andstæðingurinn er. Það verður þó langt því frá síðasti bardagi hans á árinu „Ég gæti fengið bardaga í maí og þá eru þetta þrír á fimm mánuðum. Ég gæti fengið fimm eða sex á þessu ári,“ sagði Kolbeinn.Fury barði alla í klessuFury sýndi snilli sína gegn Wilder.vísir/gettyEins og áður sagði vann Fury Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Til stóð að Kolbeinn myndi æfa með Fury í aðdraganda bardagans. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn. Eftir samræður við SugarHill sagði Kolbeinn að sigur Furys hafi ekki komið sér á óvart. „Eftir þessar samræður taldi ég þetta vera helmingslíkur en svo sá ég hvað Fury var þungur í vigtuninni. Sugar Hill var búinn að segja að hann ætlaði að berja Wilder, pressa á hann og láta hann bakka. Þá skildi maður af hverju hann var svona þungur. Ég var farinn að hallast að sigri Furys og þegar leið á fyrstu lotuna vissi ég hvernig þetta myndi fara,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók allt frá honum og lamdi hann í klessu. Það er það sem Sugar Hill vill, að þú sækir áfram og pressir.“Engin rök fyrir þriðja bardaganumKolbeinn vann Bandaríkjamanninn Dell Long í síðasta bardaga sínum 17. janúar.mynd/aðsendKolbeinn hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn.Eftirspurnin eftir bardaga Furys og landa hans, Anthonys Joshua, er mikil. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn. „Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua. „Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“ Kolbeinn segir að nú sé ákveðin endurreisn í þungavigtinni og vinsældir hennar séu að aukast. „Þegar Klitschko réði ríkjum í þungavigtinni missti fólk áhugann því hann vann alla bardaga og það var engin spenna. En þegar allir geta unnið alla hafa allir áhuga. Þú vilt frekar horfa þegar allir eiga möguleika,“ sagði Kolbeinn að lokum. Box Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson er annar af tveimur íslenskum atvinnuboxurum ásamt Valgerði Guðsteinsdóttur. Hann hefur unnið alla tólf bardaga sína á atvinnumannaferlinum og hann getur bætt þrettánda sigrinum við á næstunni. Hann er nýkominn á samning hjá stórri umboðsskrifstofu og æfir hjá sama þjálfara og heimsmeistarinn í þungavigt, Tyson Fury. Frá því í október 2018 hefur Kolbeinn æft í hinni goðsagnakenndu æfingastöð Kronk í Detroit undir handleiðslu Javan „SugarHill“ Steward milli þess sem hann æfir hérna heima. SugarHill er nýr þjálfari Furys og þjálfaði hann fyrir bardagann gegn Deontay Wilder. Fury vann bardaga þeirra á laugardaginn með tæknilegu rothöggi í sjöundu lotu. „Þjálfarinn minn úti bannaði mér að boxa mikið við stráka hér heima því þá er ég að fara rólega í þá. Maður getur orðið „soft“ á því að boxa „soft“. En aðstæður hérna eru góðar,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn heldur út til Detroit á fimmtudaginn til að undirbúa sig fyrir næsta bardaga. „Það er mismunandi hve margir eru þarna. Það koma margir bardagamenn erlendis frá, t.d. frá Rússlandi. Þeir æfa þá hjá SugarHill eða öðrum í stöðinni. Vanalega þegar ég er þarna eru svona fjórir aðrir atvinnumenn, oft úr þungavigtinni,“ sagði Kolbeinn.Sér fyrir endann á harkinuTyson Fury og Javan „SugarHill“ Steward.vísir/gettyEn hvernig kom það til að Kolbeinn byrjaði að æfa hjá SugarHill í Kronk? „Ég komst í samband við Dmitry Silita sem er prómotorinn minn í dag um að koma mér í samband við SugarHill. Ég fór til Detroit í 2-3 vikur, æfði og við smullum saman. Salita var mjög áhugasamur um þetta og gerði samning við mig. Út frá því gerði risaumboðsmaður frá New York líka samning við mig. Mark Taffet heitir hann er m.a. með Claressu Shields, besta kvenboxara heims, á sínum snærum.“It is a great honor to announce that I have signed a management deal with @marktaffetmedia I'm looking forward to us working together and I forsee great things in the future. The next couple of months are going to be pretty busy, so stay tuned in! pic.twitter.com/RnFK8G2wFY— Kolbeinn Kristinsson (@IceBearBoxing) February 22, 2020 Kolbeinn segir að það breyti miklu fyrir sig að vera kominn á mála hjá Taffet. „Hann þekkir alla í boxinu. Hann rak HBO Boxing í 18 ár. Hann þekkir alla í bransanum. Þetta á eftir að flýta mér upp listann hratt. Ég fæ sjónvarpsbardaga, belti og allt miklu hraðar en ef ég væri ekki á samning,“ sagði Kolbeinn.Í viðtali við The Ring, virtasta boxtímarit heims, lýsti Kolbeinn öllum þeim fórnum sem hann hefur þurft að færa til að stunda íþrótt sína. Harkið er mikið og hann hefur nánast þurft að borga með sér. „Þetta er svolítið þannig ennþá en það sér fyrir endann á því. Maður þarf að borga ferðirnar og uppihald sjálfur. Maður fær eitthvað borgað fyrir bardaga en maður kemur samt alltaf út á núlli eða í mínus,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er hark en ég hélt alltaf áfram að vinna, bæta mig og fólk tekur eftir þér þegar þú gerir góða hluti.“Gæti fengið 5-6 bardaga á árinuKolbeinn berst í þrettánda sinn sem atvinnumaður á næstunni.MYND/AÐSENDKolbeinn segist aldrei hafa verið nálægt því að leggja hanskana á hilluna. „Nei, ég hef aldrei komist á þann stað. Ýmislegt hefur komið upp á en það hefur gefið mér enn meiri kraft til að sanna fyrir öllum að ég viti hvað ég er að gera.“ Það styttist í næsta bardaga Kolbeins en hann má ekki enn greina frá því hvenær hann verður eða hver andstæðingurinn er. Það verður þó langt því frá síðasti bardagi hans á árinu „Ég gæti fengið bardaga í maí og þá eru þetta þrír á fimm mánuðum. Ég gæti fengið fimm eða sex á þessu ári,“ sagði Kolbeinn.Fury barði alla í klessuFury sýndi snilli sína gegn Wilder.vísir/gettyEins og áður sagði vann Fury Wilder í sannkölluðum risabardaga á laugardaginn. Til stóð að Kolbeinn myndi æfa með Fury í aðdraganda bardagans. „Ég átti upphaflega að fara í æfingabúðirnar með Fury. Ég átti að fara út þegar það voru þrjár vikur í bardagann en þá sagðist SugarHill ætla að geyma mig. Tyson væri að berja alla í klessu í æfingabúðunum og ég myndi ekki fá neitt út úr því að koma nema að verða laminn. Þess vegna fór ég ekki núna en við byrjum örugglega að æfa saman í sumar í Kronk,“ sagði Kolbeinn. Eftir samræður við SugarHill sagði Kolbeinn að sigur Furys hafi ekki komið sér á óvart. „Eftir þessar samræður taldi ég þetta vera helmingslíkur en svo sá ég hvað Fury var þungur í vigtuninni. Sugar Hill var búinn að segja að hann ætlaði að berja Wilder, pressa á hann og láta hann bakka. Þá skildi maður af hverju hann var svona þungur. Ég var farinn að hallast að sigri Furys og þegar leið á fyrstu lotuna vissi ég hvernig þetta myndi fara,“ sagði Kolbeinn. „Hann tók allt frá honum og lamdi hann í klessu. Það er það sem Sugar Hill vill, að þú sækir áfram og pressir.“Engin rök fyrir þriðja bardaganumKolbeinn vann Bandaríkjamanninn Dell Long í síðasta bardaga sínum 17. janúar.mynd/aðsendKolbeinn hefur ekki enn hitt Fury en það gerist væntanlega fyrr en seinna að þeir byrji að æfa saman. „Ég hef oft átt að fara í æfingabúðir með honum en það hefur einhvern veginn alltaf dottið upp fyrir á síðustu stundu,“ sagði Kolbeinn.Eftirspurnin eftir bardaga Furys og landa hans, Anthonys Joshua, er mikil. Kolbeinn vill frekar sjá þann bardaga en Fury og Wilder mætast í þriðja sinn. „Ég vil sjá Joshua. Miðað við hvernig þessi bardagi fór eru engin rök fyrir því að taka þriðja bardagann. Þetta er eins og ef þú tapar 5-0 í fótbolta, þú getur ekki beðið um annan leik,“ sagði Kolbeinn og bætti við að bardagi við Fury væri mikilvægur fyrir Joshua. „Hann verður að gera þetta til að fá viðurkenningu sem alvöru meistari. Hann verður að vinna stórt nafn og ég held að þessi bardagi verði að veruleika, þ.e.a.s. ef Joshua vinnur bardagana sem hann þarf að vinna.“ Kolbeinn segir að það yrði spennandi að fá að æfa með Fury fyrir bardagann við Joshua. „Ég er svona 90% viss um að ég verð í þeim æfingabúðum. Hann talaði um að hann vildi hafa mig frá byrjun í næstu æfingabúðum Furys.“ Kolbeinn segir að nú sé ákveðin endurreisn í þungavigtinni og vinsældir hennar séu að aukast. „Þegar Klitschko réði ríkjum í þungavigtinni missti fólk áhugann því hann vann alla bardaga og það var engin spenna. En þegar allir geta unnið alla hafa allir áhuga. Þú vilt frekar horfa þegar allir eiga möguleika,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Box Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð