Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 06:55 Frá Costa Adeje á Tenerife. Vísir/getty Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17