Ísland í öðru sæti á lista yfir hlutfall seldra tengiltvinnbíla í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. febrúar 2020 07:00 Peugeot 3008 Plug in Hybrid Vísir/Brimborg Meðal markaðshlutdeild tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla á Evrópska efnahagssvæðinu var 3,53% á síðasta ári, var 2,47% árið 2018. Ísland er í örðu sæti á listanum með 17,8%. Listinn er tekinn saman af InsideEV og byggir á gögnum frá samtökum evrópskra bílaframleiðanda. Meðaltalið innan Evrópusambandsins var 3,0% Efstu löndin eru utan ESB og hafa því talsverð áhrif á meðaltalið. Listinn yfir markaðshlutfall seldra tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Noregur er í efsta sæti með 55,9% og eins og áður segir er Ísland í örðu sæti með 17,8%. Holland er í þriðja sæti með 15%, Svíþjóð í fjórða með 11,4% og Finnland í fimmta sæti með 6,89%. Neðst á listanum eru Eistland, Slóvakía og Litháen. Innan fyrstu tveggja landanna var salan 0,36% en 0,35% í Litháen. Listinn yfir markaðshlutfall seldra rafbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Þegar kemur að sölu hreinna rafbíla er Ísland í þriðja sæti með 7,8% hlutdeild í hreinna rafbíla í heildarsölu nýrra bíla. Aftur er Noregur efstur á listanum með 42,4% en Holland skýtur sér upp fyrir Ísland með 13,9%. Svíþjóð og Sviss eru svo hin löndin sem komast á topp fimm með rúm 4% hvort. Bílar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Meðal markaðshlutdeild tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla á Evrópska efnahagssvæðinu var 3,53% á síðasta ári, var 2,47% árið 2018. Ísland er í örðu sæti á listanum með 17,8%. Listinn er tekinn saman af InsideEV og byggir á gögnum frá samtökum evrópskra bílaframleiðanda. Meðaltalið innan Evrópusambandsins var 3,0% Efstu löndin eru utan ESB og hafa því talsverð áhrif á meðaltalið. Listinn yfir markaðshlutfall seldra tengiltvinnbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Noregur er í efsta sæti með 55,9% og eins og áður segir er Ísland í örðu sæti með 17,8%. Holland er í þriðja sæti með 15%, Svíþjóð í fjórða með 11,4% og Finnland í fimmta sæti með 6,89%. Neðst á listanum eru Eistland, Slóvakía og Litháen. Innan fyrstu tveggja landanna var salan 0,36% en 0,35% í Litháen. Listinn yfir markaðshlutfall seldra rafbíla meðal nýrra seldra bíla.Vísir/InsideEV Þegar kemur að sölu hreinna rafbíla er Ísland í þriðja sæti með 7,8% hlutdeild í hreinna rafbíla í heildarsölu nýrra bíla. Aftur er Noregur efstur á listanum með 42,4% en Holland skýtur sér upp fyrir Ísland með 13,9%. Svíþjóð og Sviss eru svo hin löndin sem komast á topp fimm með rúm 4% hvort.
Bílar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent