Rektor verði falið að endurskoða skrásetningargjald Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 14:49 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Til skoðunar er að hækka árlegt skrásetningargjald Háskóla Íslands sem nú er 75.000 kr. Á fundi Háskólaráðs kom fram að skrásetningargjaldið hefði ekki fylgt verðlagi. Væri það tengt verðlagi myndi gjaldið vera í kringum 104.000 kr. árið 2020. Gjöldin hafa ekki verið hækkuð síðan árið 2014. Um þetta var rætt á fundi Háskólaráðs 6. Febrúar síðastliðinn en mbl.is fjallaði fyrst um málið. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við mbl.is að hækkun gjalds, verði það niðurstaðan, gæti orðið til þess að hindra aðgengi að námi. Eftir umræður Háskólaráðs um skrásetningargjaldið var tillaga samþykkt með átta atkvæðum að fela rektor að ræða málið við rektora annarra opinberra háskóla og mennta- og menningarmálaráðherra. Fulltrúar stúdenta lögðust þó gegn tillögunni. Háskólaráð hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að endurskoða fjármálaáætlun til næstu fimm ára og tryggja aukna fjármögnun til að meðaltali Norðurlandanna verði náð árið 2025. Uppfært: í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að til skoðunar væri að hækka skrásetningargjaldið í 104.000 kr. en hið rétta er að skrásetningargjaldið væri 104.000 kr. ef gjaldið væri tengt verðlagi en svo er ekki. Beðist er velvirðingar á þessu. Fréttin hefur nú verið uppfærð. Skóla - og menntamál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Til skoðunar er að hækka árlegt skrásetningargjald Háskóla Íslands sem nú er 75.000 kr. Á fundi Háskólaráðs kom fram að skrásetningargjaldið hefði ekki fylgt verðlagi. Væri það tengt verðlagi myndi gjaldið vera í kringum 104.000 kr. árið 2020. Gjöldin hafa ekki verið hækkuð síðan árið 2014. Um þetta var rætt á fundi Háskólaráðs 6. Febrúar síðastliðinn en mbl.is fjallaði fyrst um málið. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við mbl.is að hækkun gjalds, verði það niðurstaðan, gæti orðið til þess að hindra aðgengi að námi. Eftir umræður Háskólaráðs um skrásetningargjaldið var tillaga samþykkt með átta atkvæðum að fela rektor að ræða málið við rektora annarra opinberra háskóla og mennta- og menningarmálaráðherra. Fulltrúar stúdenta lögðust þó gegn tillögunni. Háskólaráð hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að endurskoða fjármálaáætlun til næstu fimm ára og tryggja aukna fjármögnun til að meðaltali Norðurlandanna verði náð árið 2025. Uppfært: í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að til skoðunar væri að hækka skrásetningargjaldið í 104.000 kr. en hið rétta er að skrásetningargjaldið væri 104.000 kr. ef gjaldið væri tengt verðlagi en svo er ekki. Beðist er velvirðingar á þessu. Fréttin hefur nú verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira