Versta útreið flokks Merkel í sambandslandskosningum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:44 Katharina Fegebank, odddviti Græningja og varaborgarstjóri Hamborgar, (t.v.) og Annalena Baerbock, formaður flokksins, fögnuðu úrslitunum í gærkvöldi. AP/Kay Nietfield/DPA Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila