Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 21:00 Hörður Arnarsson er forstjóri Landsvirkjunar. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29