Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt sem vann Nürnberg, 1-2, í þýsku B-deildinni í dag.
Þetta var þriðji sigur Darmstadt í röð. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig.
Victor hefur verið fastamaður hjá Darmstadt á tímabilinu og leikið 20 af 23 deildarleikjum liðsins.
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen en var tekinn af velli í hálfleik þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Karlsruher, 0-2, á heimavelli. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.
Sandhausen hefur tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er í 11. sæti deildarinnar.

