Það er óhætt að segja aðólga ríki á hinum opinbera vinnumarkaði. Ótímabundið verkfall Eflingar í Reykjavík hefur nú staðið í viku og aðildarfélög BSRB hafa sömuleiðis boðað verkfallsaðgerðir.
Þeir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sem er stærsta aðildarfélag BSRB og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, verða gestir Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns íþjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 þar sem kjaramálin verða til umfjöllunar.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður gestur þáttarins í síðari hlutanum en hún viðraði í vikunni hugmyndir sínar um tugmilljarða innspýtingu hins opinbera til að sporna við slaka í hagkerfinu.
Rætt verður við Lilju um stöðuna í efnahagsmálum, frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna, fjölmiðlafrumvarpið svokallaða og stöðuna hvað varðar gerð nýs þjónustusamnings við RÚV.
Fylgjast má með þættinum í opinni dagskrá á Stöð 2 eða í spilaranum að ofan. Útsending hefst klukkan 17:40.