Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 22. febrúar 2020 14:16 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. vísir/Baldur Hrafnkell Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15