Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 14:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður. Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00