Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 11:20 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sakar SI um ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum um upprunaábyrgðir. vísir/vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fer hörðum orðum um Samtök iðnaðarins og málflutning þeirra um upprunaábyrgðir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Sakar hann samtökin um fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi sínum. Í greininni segir Hörður að Samtök iðnaðarins og Samál hafi um nokkurt skeið staðið í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum í eigu almennings á sama tíma og Rio Tinto, aðildarfyrirtæki þeirra, reyni að fá lækkað raforkuverð. „Reynt er að halda því að almenningi að Ísland sé ekki „land endurnýjanlegrar orku“ og tilraunir gerðar til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin geti aukið verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag með þátttöku í viðskiptum með upprunaábyrgðir,“ segir Hörður. SI segir ímynd gæða og hreinleika vega þyngra Fyrr í vikinni talaði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fyrir því að sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum á raforku verði hætt. Þó að orkufyrirtækin hagnist vel á sölunni vegi mikilvægi ímyndar gæða og hreinleika þyngra. Sjá einnig: Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Málið snýst um að þó að nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum þá sé það svo að opinberlega er uppruni raforkunnar um 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Evrópsk löggjöf geri orkufyrirtækjum kleift á að selja svokallaðar upprunaábyrgðir eða aflátsbréf á raforku til orkufyrirtækja í Evrópu sem framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku en ekki með endurnýjanlegum auðlindum. Með samþykki meirihluta aðildarfélaga? Í grein sinni segir Hörður að kerfi um upprunaábyrgðir raforku og losunarheimildir vegna mengunar séu tvö aðskilin kerfi. „Annað, svokallað ETS-losunarkerfi, er íþyngjandi óvalkvætt kerfi fyrir fyrirtæki sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Hitt kerfið, upprunaábyrgðakerfið, er valkvætt fyrir notendur raforku sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu,“ segir Hörður. Hörður beinir í grein sinni fimm spurningum til Samtakanna iðnaðarins, meðal annars hvort samtökin geti beint á einhvern skaða sem hefur orðið á ímynd Íslands vegna sölunnar. Sömuleiðis hvernig viðskipti með upprunaábyrgðir geti haft áhrif á kolefnishlutleysi Íslands. Þá nefnir Hörður að innan Samtaka iðnaðarins séu 1.400 fyrirtæki og aðildarfélög. Yfir 99 prósent þeirra fái í dag upprunavottaða endurnýjanlega orku frá sínum raforkusala. „Er það með samþykki meirihluta aðildarfyrirtækjanna að samtökin beiti sér fyrir því að íslenska þjóðin gefi nokkrum alþjóðlegum stóriðjufyrirtækjum 20-30 milljarða á næstu 10 árum,“ spyr Hörður að lokum.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30