Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2020 08:00 Hörður Ingi Gunnarsson er leikmaður U21-landsliðsins og stefnir á atvinnumennsku. vísir/vilhelm FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.Þetta fullyrðir Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, í viðtali við Fótbolta.net. Segir umboðsmaðurinn að tilboð FH-inga hafi einnig falið í sér stóran hlut í söluverði Harðar verði hann keyptur annað frá FH en hann stefnir á að komast í atvinnumennsku. Hörður Ingi átti fast sæti í liði ÍA á síðustu leiktíð eftir að hafa farið með liðinu upp úr 1. deild. Áður hafði hann leikið með Víkingi Ó. og HK en Hörður er eins og fyrr segir uppalinn FH-ingur. Hann á að baki 12 leiki fyrir U21-landslið Íslands. Marchetti segir að þeir Hörður og faðir Harðar hafi ítrekað reynt að komast að samkomulagi við ÍA og að hann sé tilbúinn að gefa eftir umtalsverðar bónusgreiðslur sem umboðsmaðurinn segir að ÍA skuldi leikmanninum. „Leikmaðurinn vill taka næsta skref á ferlinum og snúa aftur í uppeldisfélag sitt. Í dag hafnaði ÍA nýju tilboði frá FH og sagði að leikmaðurinn væri ekki til sölu. Við vonum að ÍA geti lagt egóið og stoltið til hliðar og náð samkomulagi við FH með hagsmuni stráksins að leiðarljósi,“ sagði Marchetti við Fótbolta.net. Akranes Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.Þetta fullyrðir Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, í viðtali við Fótbolta.net. Segir umboðsmaðurinn að tilboð FH-inga hafi einnig falið í sér stóran hlut í söluverði Harðar verði hann keyptur annað frá FH en hann stefnir á að komast í atvinnumennsku. Hörður Ingi átti fast sæti í liði ÍA á síðustu leiktíð eftir að hafa farið með liðinu upp úr 1. deild. Áður hafði hann leikið með Víkingi Ó. og HK en Hörður er eins og fyrr segir uppalinn FH-ingur. Hann á að baki 12 leiki fyrir U21-landslið Íslands. Marchetti segir að þeir Hörður og faðir Harðar hafi ítrekað reynt að komast að samkomulagi við ÍA og að hann sé tilbúinn að gefa eftir umtalsverðar bónusgreiðslur sem umboðsmaðurinn segir að ÍA skuldi leikmanninum. „Leikmaðurinn vill taka næsta skref á ferlinum og snúa aftur í uppeldisfélag sitt. Í dag hafnaði ÍA nýju tilboði frá FH og sagði að leikmaðurinn væri ekki til sölu. Við vonum að ÍA geti lagt egóið og stoltið til hliðar og náð samkomulagi við FH með hagsmuni stráksins að leiðarljósi,“ sagði Marchetti við Fótbolta.net.
Akranes Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira