Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍBV 25-38| Fjölnir fallinn úr efstu deild

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Dagur Arnarsson hefur farið á kostum í síðustu leikjum fyrir ÍBV.
Dagur Arnarsson hefur farið á kostum í síðustu leikjum fyrir ÍBV. vísir/daníel þór

Fjölnir er fallið úr efstu deild eftir 13 marka tap gegn ÍBV í dag, 25-38. ÍBV hafði góð tök á leiknum frá fyrstu mínútu. 

Kári Garðarsson þjálfari Fjölnis tók leikhlé eftir aðeins 7 mínútna leik en staðan var þá 2-8 fyrir ÍBV og það var strax ljóst í hvað stefndi. Fjölnismenn voru agaðari í kjölfarið en náðu aldrei almennilegu áhlaupi á ÍBV til að saxa á forskotið. ÍBV leiddi með 9 mörkum í hálfleik, 12-21. 

Heimamenn áttu ágætis kafla í upphafi síðari hálfleiks en ÍBV stillti sína strengi á ný og hélt áfram að bæta í forystuna. 10 marka múrinn féll þegar 20 mínútur voru til leiksloka, 17-27. Sigur ÍBV var aldrei í hættu en þeir unnu að lokum 13 marka sigur, 25-38. 

Af hverju vann ÍBV?  

Þeir kafsigldu Fjölnismenn strax í upphafi leiks og skoraðu 21 mark í fyrri hálfleik. Þeir refsuðu ítrekað fyrir þessa töpuðu bolta og skoruðu 10 mörk úr hraðaupphlaupum. 



Hverjir stóðu upp úr?

Kristján Örn Kristjánsson átti góðan dag á sínum gamla heimavelli og skoraði 7 mörk en atkvæðamestur í liði Eyjamanna var Hákon Daði Styrmisson með 11 mörk. 10 leikmenn ÍBV komust á blað í dag. 

Breki Dagsson var markahæstur heimamanna með 5 mörk, úr 12 skotum. 

Hvað gekk illa? 

Það voru ekki mikil gæði í þessum leik þrátt fyrir gífurlega yfirburði Eyjamanna þá voru alltof mikið af töpuðum boltum hjá báðum liðum. Fjölnir tapaði 23 boltum og ÍBV voru lítt skárri með 18 bolta tapaða, leikurinn litaðist af þessu á löngum köflum. 

Hvað er framundan? 

Næstu leikir í deildinni eru 11. mars en framundan hjá ÍBV er bikarúrslitahelgin þar sem liðið mætir Haukum í undanúrslitum 5. mars. 

Kári: Það má ekki gleyma því að við vorum oft ansi nálægt því að vinna

„Ég er mjög svekktur“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 13 marka tapið

„Það er alveg ljóst að þetta gerðist ekki hér í dag, við höfum náð í alltof fá stig á móti liðunum í kringum okkur. Það má ekki gleyma því að við vorum oft ansi nálægt því í þessum leikjum sem við töpum, þetta er oftast að tapast á einu marki en það er bara ekki nóg.“ 

„Því miður þá er þetta bara staðan“

Kári segist ekki hugsa til þess með eftirsjá að hafa ekki sótt leikmenn fyrir tímabilið, heldur taki hann margt gott út úr þessu og segir strákana hafa fengið mikla reynslu á stóra sviðinu

„Kjarninn er góður og mikið af uppöldnum Fjölnismönnum sem ákveðið var að byggja á. Það kemur ýmislegt gott úr þessum vetri, margir þessarra leikmanna eru ungir og fengu mikla reynslu í efstu deild, þeir voru að spila stóra rullu og við treystum þeim í verkefnið“

„Að sjálfsögðu munum við reyna að halda öllum leikmönnum áfram hjá liðinu“ sagði Kári að lokum

Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, ásamt Erlingi Richardssyni, meðþjálfara sínum.vísir/

Kiddi: Það er enginn meiddur nema hann sé á hækjum

„Við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni svo við tókum þessu verkefni mjög alvarlega“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, eftir 13 marka sigur á Fjölni í Dalhúsum í dag. 

„Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum og fylgdum því eftir. Það er gaman að vera þjálfari þá og geta rúllað aðeins á liðinu og gefið þeim mínútur sem þurfa að koma sér í stand“ sagði Kiddi en ÍBV endurheimti Sigurberg Sveinsson fyrir leikinn og fékk hann nokkrar mínútur á parketinu í dag 

Kiddi var tekinn og trolleraður af stuðningsmönnum í miðju viðtali svo það var ekki annað hægt en að spurja hann út í þennann stuðning sem liðið fær hvar á landinu sem er 

„Við erum nátturlega með geggjaðann stuðning, geggjað fólk á bakvið okkur og stemningu fyrir öllu sem við erum að gera og það smitast auðvitað til leikmanna“

„Okkur hefur nátturlega tekist að verða miðpunktur í ýmsum hlutum og það er bara af því að stemninginn og lætin í kringum okkur eru mikil“ 

ÍBV hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur, fyrst vegna óskynsamlegrar hegðunar stuðningsmanna og nú síðast vegna ásakana um gróf brot í íþróttinni. Kristinn segir að félagið hafi verið sjokkerað þegar þeir heyrðu þessu ummæli en erfa það ekki

„Við vorum bara sjokkeraðir yfir þeim ummælum og kölluðum eftir viðbrögðum. Það er búið að biðjast afsökunar á þessu og ég get ekkert sagt, ég er sjálfur búinn að þurfa að biðjast afsökunar á ummælum í vetur“

„Menn eru bara manna meiri með því að biðjast afsökunnar á því ef menn hafa misstigið sig, það er aðalatriðið í þessu“ 

„Það vita það allir sem hafa séð okkur spila að við spilum alveg fast og það sést alveg þegar við brjótum, svo ég sef alveg rólega yfir þessu“

Þrír lykilmenn ÍBV spiluðu ekki með liðinu stórann hluta tímabilsins vegna meiðsla, þeir Theodór Sigurbjörnsson, Sigurbergur Sveinsson og Grétar Þór Eyþórsson. Þeir eru allir komnir inní liðið á ný sem þýðir að aðrir leikmenn þurfa að sitja hjá  

„Þetta er jákvæður höfuðverkur. Æfingarnar verða betri og menn eru bara að leggja meira á sig til að eiga sæti í liðinu. Við höfum einnig kallað Magnús Stefánsson inn, við teljum hann mikilvægan í ákveðnum póstum“

„Það er gott að þeir séu allir farnir að spila meira, Sigurbergur, Grétar og Teddi, nú er final four framundan og þá er enginn meiddur nema hann sé á hækjum, það vilja allir vera með“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira