Sneri við blaðinu eftir að kærastinn fór frá henni: „Fannst ég feit, ljót og ömurleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Tinna Rós sneri við blaðinu eftir áskorun á Facebook. Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Þingmaður selur húsið Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira