Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Allir sex sem sinna þrifum í Réttarholtsskóla eru í Eflingu og hefur verkfallið því mikil áhrif á skólastarf. Víða í skólanum er farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira