Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli en fólk heldur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 19:04 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir Eflingu ítrekað hafa rétt fram sáttarhönd í deilunni. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira