Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 15:00 Magnús Óli Magnússon og Stiven Tobar Valencia voru flottir í sigrinum á Fjölni í gær. Vísir/Bára Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Olís-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október
Olís-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira