Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 20:15 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2 Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33