Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í uppsveiflu víðs vegar um Evrópu og í mörgum löndum álfunnar voru staðfest smit í gær fleiri en þau hafa verið um mánaðaskeið.
Á Spáni til að mynda voru 3.715 ný tilfelli skráð og hefur talan ekki verið hærri síðan útgöngubanni var aflétt í júní.
Á Ítalíu er svipaða sögu að segja, þar voru staðfest tilfelli 642 í gær og er það mesta aukning á milli daga síðan í lok maímánaðar.
Og í Þýskalandi stóð talan í 1.707 tilfellum, og hefur ekki verið hærri síðan í apríl.