Arnar verður að sitja á sér í stúkunni í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 12:30 Arnar Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki en sá ekki eftir neinu, í ljósi þess að mark Blika var dæmt af. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verður eflaust í hópi þeirra 20 áhorfenda sem mega mæta og horfa á leik Víkings við Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvogi í kvöld. Arnar tekur út leikbann í kvöld eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leiknum við Breiðablik á sunnudag, þegar útlit var fyrir að mark sem Blikar skoruðu fengi ranglega að standa. Markið var ekki dæmt gilt en Arnari var vísað upp í stúku. Klippa: Pepsi Max stúkan - Arnar rauða spjald Arnar verður væntanlega aftur í stúkunni þegar hann tekur út bannið í kvöld, en sóttvarnareglur gera það að verkum að afar fámennt verður í stúkunni. Tíu sæti eru í boði fyrir hvort félag og eru hugsuð til að mynda fyrir stjórnarmenn og leikmenn sem eru meiddir. Í ljósi aðstæðna ætti Arnar auðvelt með að láta í sér heyra af áhorfendasvæðinu en það má hann þó ekki gera, segir Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ. Reglur sambandsins kveði á um að þjálfari í banni megi ekki hafa áhrif á leikinn, eins og lokaorðin í meðfylgjandi broti úr reglugerð bera með sér: Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt. Auðveldara að greina brot en venjulega Erfitt er að koma í veg fyrir að Arnar komi skilaboðum til sinna manna í gegnum Einar Guðnason aðstoðarþjálfara eða aðra sem verða á varamannabekk Víkings í kvöld, í gegnum síma. En láti Arnar í sér heyra í stúkunni, þannig að hann hafi áhrif á leikinn, gæti dómari eða eftirlitsmaður vísað málinu til aga- og úrskurðanefndar og Arnar hlotið frekari refsingu. Í raun er auðveldara að greina hvort Arnar gerist brotlegur í kvöld en í venjulegu árferði, þar sem hróp, köll og söngvar hundruða stuðningsmanna munu ekki heyrast. Um er að ræða fyrsta leikinn í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar, en vegna frestana hafa Fjölnir og Víkingur leikið 10 leiki hvort lið. Víkingar geta með sigri farið upp fyrir ÍA og Fylki í 6. sæti deildarinnar og yrðu þá stigi á eftir Breiðabliki, KR og FH. Fjölnir er enn án sigurs á botni deildarinnar en getur komist upp að hlið Gróttu með sigri. Leikur Fjölnis og Víkings R. hefst kl. 18 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Úr reglugerð um aga- og úrskurðamál: 13.7. Þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30 Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00 Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Arnar trylltist og fékk rautt: „Hann gengur alltof langt“ Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson voru sammála í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hafi réttilega fengið að líta rauða spjaldið. 18. ágúst 2020 09:30
Arnar hvetur íslenska dómara til að fara út að hlaupa Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hvatti íslenska dómara til þess að fara út að hlaupa eftir leik Víkinga og Breiðabliks í gær. 17. ágúst 2020 08:00
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00