Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Breiðablik er á leið í erfiðan leik við Rosenborg næsta fimmtudag. Fyrst mætir liðið Gróttu í Pepsi Max-deildinni á morgun. VÍSIR/BÁRA Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31
Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38