Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað en bilaður vörubíll er niðri í göngunum og stöðvar hann umferð í báðar áttir. Verið er að vinna að því að færa hann til þess að umferðartafir verði sem minnstar.
Hvalfjarðargöng: Göngin eru lokuð í stutta stund. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 20, 2020
Langar biðraðir bifreiða hafa myndast beggja megin ganganna en allt að hálftíma til klukkutíma bið getur verið á því að fólk komist í gegn um göngin. Þá er einnig mikil umferð á svæðinu. Þetta stafesti Vegagerðin við fréttastofu.
