Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. mars 2020 07:00 Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.Umferðin á hringveginum jókst örlítið en aukningin varð þó eingöngu við höfuðborgarsvæðið.Vísir/VegagerðinVikudagar Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.Hringvegurinn Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn. Bílar Reykjavík Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.Umferðin á hringveginum jókst örlítið en aukningin varð þó eingöngu við höfuðborgarsvæðið.Vísir/VegagerðinVikudagar Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.Hringvegurinn Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn.
Bílar Reykjavík Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent