Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 18:32 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira