Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 13:15 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, situr nú við samningaborðið í Karphúsinu og segir enn óljóst hvort það takist að afstýra verkföllum á mánudaginn. Vísir/Einar Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira