Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi að taka ákvörðun hvort að það ætli að halda Paul Pogba eða ekki.
Margt og mikið hefur verið rætt um framtíð Frakkans hjá félaginu en hann hefur talað vel um önnur félög á tíma sínum hjá United.
Hann hefur ekki spilað lengi og nú er spurning hvort að hann yfirgefi félagið í sumar.
„Ég held að þetta sé samtal sem þarf að fara eiga sér stað hjá Man. United og Pogba,“ sagði Ferdinand sem var spekingur BT Sports yfir bikarleik United gegn Derby í gær.
„Vill hann vera áfram? Vill Ole halda honum? Þegar það er klárt þá geturu byrjað að byggja liðið upp.“
Where do Man Utd need to strengthen to get into the title picture?
— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 5, 2020
Can they keep Paul Pogba? @RobbieSavage8, @karenjcarney, and @rioferdy5 discuss a big summer coming up at Old Trafford.#FACupTonightpic.twitter.com/jNlsKpicuQ
Robbie Savage, sem var með Ferdinand í settinu í gær, vill sjá Rauðu djöflanna halda Pogba.
„Haldiði Pogba. Ég myndi gera það. Segjum að þú sért með McTominay og Bruno Ferandes. Svo ertu kannski með Jadon Sancho, Marcus Rashford og Jack Grealish eða Jimenez frá Wolves í tíunni.“
„Ef ég væri eigandi Man. United myndi ég halda að þetta lið myndi berjast um titla,“ sagði Savage.