Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 22:00 Frá síðasta Reykjavíkurskákmóti þar sem sjálfur Firouzja tók þátt. Fiona Steil-Antoni Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26
35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45
Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51