Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 22:00 Frá síðasta Reykjavíkurskákmóti þar sem sjálfur Firouzja tók þátt. Fiona Steil-Antoni Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26
35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45
Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51