Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2020 16:36 Baldur segir að staðreyndin sé sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur. „Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
„Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent