Icelandair ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun til Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 23:50 Icelandair hefur ekki gert breytingar á þeim áætlunum sínum að hefja beint flug til Mílanó í maí. vísir/vilhelm Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03