Sportpakkinn: Mætast í fyrsta sinn í bikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir átta árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Virgil van Dijk og Tammy Abraham eigast við í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. vísir/getty Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30
Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00
Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00