Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2020 21:00 Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela. Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela.
Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00