Tveir kiðlingar komnir í heiminn á bænum Hlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2020 19:45 Anna María með kiðin sem hafa fengið nöfnin Huldumey og Dreki. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki margt sem minnir á vorið þessa dagana en það styttust óðum í það því fyrstu kiðlingarnir hjá geitabónda á Suðurlandi eru komnir í heiminn. Um er að ræða huðnu og hafur. Á bænum Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi er Anna María Flygenring með nokkrar geitur en hún er jafnframt formaður Geitfjárræktarfélag Íslands. Nýlega báru geiturnar Ronja og Korra sitthvoru kiðinu, sem stækka og stækka. „Það er svona með geiturnar að þær vita alveg hvað þær vilja og þær hafa verið í einhverjum lausaleik í ágúst, það var ekki planað. Þau bara urðu til þessi tvö, það eru greinilega frjálsar ástir í sveitinni enda var sveitarstjórinn að nefna það um daginn að það þyrfti fjölgun í sveitinni“, segir Anna og hlær. Anna elskar geiturnar sínar enda segir hún þær mjög skemmtilegar skepnur og þær séu mjög gáfaðar. Hún er jafnframt formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Huðnan hefur nafnið Huldumey og hafurinn Dreki. Anna segir kiðlingana góða vorboða. „Já, það er mjög upplífgandi og gaman að koma til kiðanna á hverjum degi en ég var mjög hissa þegar við sáum kiðin, það átti engin von á kiðum á þessum tíma en þau eru í dag um mánaðar gömul“, bætir Anna við. Anna María segir að geitur séu einstaklega skemmtilegar skepnur. „Já, þetta eru svo miklir karakterar og þær eru svo gáfaðar, þær stundum leika á mann af því að þær eru gáfaðri heldur en við“. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst á morgun og það þing fær formaður Geitfjárræktarfélagsins að sitja. „Mér finnst aðal málið vera að það verði fleiri og meiri bú, stærri bú, það er það sem við þurfum að stefna sem mest að“, segir Anna. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Það er ekki margt sem minnir á vorið þessa dagana en það styttust óðum í það því fyrstu kiðlingarnir hjá geitabónda á Suðurlandi eru komnir í heiminn. Um er að ræða huðnu og hafur. Á bænum Hlíð í Skeiða og Gnúpverjahreppi er Anna María Flygenring með nokkrar geitur en hún er jafnframt formaður Geitfjárræktarfélag Íslands. Nýlega báru geiturnar Ronja og Korra sitthvoru kiðinu, sem stækka og stækka. „Það er svona með geiturnar að þær vita alveg hvað þær vilja og þær hafa verið í einhverjum lausaleik í ágúst, það var ekki planað. Þau bara urðu til þessi tvö, það eru greinilega frjálsar ástir í sveitinni enda var sveitarstjórinn að nefna það um daginn að það þyrfti fjölgun í sveitinni“, segir Anna og hlær. Anna elskar geiturnar sínar enda segir hún þær mjög skemmtilegar skepnur og þær séu mjög gáfaðar. Hún er jafnframt formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Huðnan hefur nafnið Huldumey og hafurinn Dreki. Anna segir kiðlingana góða vorboða. „Já, það er mjög upplífgandi og gaman að koma til kiðanna á hverjum degi en ég var mjög hissa þegar við sáum kiðin, það átti engin von á kiðum á þessum tíma en þau eru í dag um mánaðar gömul“, bætir Anna við. Anna María segir að geitur séu einstaklega skemmtilegar skepnur. „Já, þetta eru svo miklir karakterar og þær eru svo gáfaðar, þær stundum leika á mann af því að þær eru gáfaðri heldur en við“. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst á morgun og það þing fær formaður Geitfjárræktarfélagsins að sitja. „Mér finnst aðal málið vera að það verði fleiri og meiri bú, stærri bú, það er það sem við þurfum að stefna sem mest að“, segir Anna.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira