Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2020 17:52 Gámurinn sem komið var upp til þess að taka á móti fólki sem mögulega væri smitað af veirunni Vísir/Vilhelm Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Áður hafði íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og eru nú 85 manns í sóttkví hér á landi vegna veirunnar. Einstaklingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri og hafði verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Hann kom heim til Íslands með vél Icelandair frá Verona í gær. Mennirnir tveir sem hafa greinst með veiruna tengjast ekki. Búið er að virkja fullmannaða samhæfingarmiðstöð almannavarna. Almannavarnir og starfsfólk sóttvarnalæknis mun í kvöld hefjast handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir og munu þeir einstaklingar sem taldir eru í hættuhópi fá upplýsingar um stöðu mála og leiðbeiningar um sóttkví. „Þetta er bara hluti af því sem við áttum von á, þetta er bara samkvæmt okkar viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Að hans sögn hefur einstaklingurinn fylgt ráðstöfunum sóttvarnarlæknis. „Hann fylgdi þeim alveg frá því í gær þegar sýnið var tekið úr honum og hann fékk leiðbeiningar.“ Verður hann áfram í heimasóttkví að öllu óbreyttu nema hann veikist frekar en ólíklegt er talið að svo verði. Maðurinn sem greindist fyrstur með kórónuveiruna hér á landi hafði einnig verið á ferðalagi á Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í liðinni viku og veiktist hann við heimkomu þann 22. febrúar síðastliðinn. Þau höfðu verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Í kjölfar þess að maðurinn var greindur með veiruna voru ferðir hans raktar og eftir þá vinnu var óskað eftir því að 49 einstaklingar, sem bæði eru staddir erlendis og hér á Íslandi, væru í sóttkví næstu fjórtán dagana. Þá var sýni úr eiginkonu mannsins neikvætt og ferðir hennar því ekki raktar en hún er stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík og var nemendum skólans tilkynnt þetta í tölvupósti í gær. Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og hafði mætt til vinnu eftir heimkomu frá Ítalíu. Hann hafði unnið mánudag og þriðjudag og fór slappur heim úr vinnu á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans eru nú í sóttkví. Í gær, 29. febrúar, var ákveðið að nýta Fosshótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þá sem væru mögulega smitaðir af kórónuveirunni. Þá voru 85 í sóttkví hér á landi frá og með gærkvöldinu. Öll sýni sem voru tekin úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis hafa reynst neikvæðar.Tíu sýni sem hafa verið tekin og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag reyndust neikvæð. Unnið var að greiningu tveggja til viðbótar í dag og reyndist annað sýnið af þeim tveimur jákvætt.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. Áður hafði íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og eru nú 85 manns í sóttkví hér á landi vegna veirunnar. Einstaklingurinn sem um ræðir er karlmaður á sextugsaldri og hafði verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. Hann kom heim til Íslands með vél Icelandair frá Verona í gær. Mennirnir tveir sem hafa greinst með veiruna tengjast ekki. Búið er að virkja fullmannaða samhæfingarmiðstöð almannavarna. Almannavarnir og starfsfólk sóttvarnalæknis mun í kvöld hefjast handa við að rekja allar mögulegar smitleiðir og munu þeir einstaklingar sem taldir eru í hættuhópi fá upplýsingar um stöðu mála og leiðbeiningar um sóttkví. „Þetta er bara hluti af því sem við áttum von á, þetta er bara samkvæmt okkar viðbragðsáætlun,“ segir Víðir. Að hans sögn hefur einstaklingurinn fylgt ráðstöfunum sóttvarnarlæknis. „Hann fylgdi þeim alveg frá því í gær þegar sýnið var tekið úr honum og hann fékk leiðbeiningar.“ Verður hann áfram í heimasóttkví að öllu óbreyttu nema hann veikist frekar en ólíklegt er talið að svo verði. Maðurinn sem greindist fyrstur með kórónuveiruna hér á landi hafði einnig verið á ferðalagi á Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, í liðinni viku og veiktist hann við heimkomu þann 22. febrúar síðastliðinn. Þau höfðu verið á svæði á Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Í kjölfar þess að maðurinn var greindur með veiruna voru ferðir hans raktar og eftir þá vinnu var óskað eftir því að 49 einstaklingar, sem bæði eru staddir erlendis og hér á Íslandi, væru í sóttkví næstu fjórtán dagana. Þá var sýni úr eiginkonu mannsins neikvætt og ferðir hennar því ekki raktar en hún er stjórnandi innan Háskólans í Reykjavík og var nemendum skólans tilkynnt þetta í tölvupósti í gær. Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og hafði mætt til vinnu eftir heimkomu frá Ítalíu. Hann hafði unnið mánudag og þriðjudag og fór slappur heim úr vinnu á miðvikudag. Átján samstarfsmenn hans eru nú í sóttkví. Í gær, 29. febrúar, var ákveðið að nýta Fosshótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þá sem væru mögulega smitaðir af kórónuveirunni. Þá voru 85 í sóttkví hér á landi frá og með gærkvöldinu. Öll sýni sem voru tekin úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis hafa reynst neikvæðar.Tíu sýni sem hafa verið tekin og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag reyndust neikvæð. Unnið var að greiningu tveggja til viðbótar í dag og reyndist annað sýnið af þeim tveimur jákvætt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. 1. mars 2020 14:35