Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2020 15:03 Tara Margrét hvetur fólk til að senda inn sínar reynslusögur af heilbrigðiskerfinu. vísir/sigurjón Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira