Safna sögum feitra um lífshættulega fordóma Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2020 15:03 Tara Margrét hvetur fólk til að senda inn sínar reynslusögur af heilbrigðiskerfinu. vísir/sigurjón Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna. Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í dag á Degi líkamsvirðingar stofnuðu Samtök um líkamsvirðingu hóp á Facebook þar sem ætlunin er að safna sögum þolenda fitufordóma innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa séð valdeflinguna sem #metoo hafði í för með sér fannst stjórnendum þessi vettvangur kjörinn til að ná fram breytingum. „Í mörg ár höfum við heyrt sögur um feitt fólk sem verður fyrir fordómum innan heilbrigðiskerfisins og því liggur mikið á hjarta. Við viljum safna þessum sögum, birta þær og útbúa skjal með tillögum um aðgerðir sem við afhendum landlækni og heilbrigðisráðherra,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún segir fordómana geta verið lífshættulega. „Við höfum dæmi um að feitt fólk fái ranga greiningu eða greiningu of seint. Læknar eru ólíklegri til að framkvæma líkamlega skoðun, gefa sér minni tíma og hlusta síður á feitt fólk, verða pirraðir og eru með neikvæðara viðmót. Það eru ýmis konar birtingarmyndir sem leiðir til þess að feitt fólk fær ekki sömu þjónustu.“Feitum með streptókokka sagt að grenna sig Tara Margrét segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa verið rannsakaða víða um heim en þó ekki hér á landi. Það sé þó engin ástæða til að ætla að staðan sé öðruvísi hér. „Eitt dæmi er feit kona með streptókokka-sýkingu sem fær þau ráð að hreyfa sig meira og huga að mataræðinu. Feitar konur eru líka ólíklegri til að fara í krabbameinsskoðun. Því feitt fólk missir traust til heilbrigðiskerfisins vegna viðmótsins. Þegar maður sér hærri tíðni krabbameins hjá feitu fólki og hærri tíðni heilsufarsvanda þá veltir maður fyrir sér hvort það sé alltaf hægt að skella skuldinni á holdarfarið eða hvort að jaðarsetning og fordómar með tilheyrandi aðgengishindrunum komi niður á heilsunni,“ segir Tara og leggur áherslu á að ef samfélagið fari í aðgerðir varðandi holdarfar sem heilsufarsvanda þurfi að leggja jafn mikla áherslu á fitufordómana. Að sama skapi leggur hún áherslu á að sögusöfnunin sé engan veginn stríð gegn heilbrigðisstarfsfólki. „Þetta er fólk sem vinnur starfs sitt af mikilli hugsjón og við mikið álag. En staðreyndin er sú að við ölumst öll upp við sömu fituhatandi viðhorfin sem eru orðin rótgróin og birtast í verri framkomu við feitt fólk. Við viljum bara opna umræðuna og fá ákveðið samtal af stað – og tryggja að allir fái sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Tara og biðlar til landsmanna um að taka þátt í þeirri vegferð. Fyrsta skrefið er að safna þessum reynslusögum sem hægt er að senda áfram með ýmsum leiðum. Fólk getur sent inn sögur undir nafnleynd eða ekki. Eftirlifendum þolenda fitufordóma er einnig hvattir til að senda inn sögur af sínum ástvinum. Það er hægt söguna á lokaða Facebook-síðu eftir að hafa sótt um aðgang, á Facebook-síðu Samtaka um líkamsvirðingu, í gegnum tölvupóstinn likamsvirdingarsamtok@gmail.com, Google Docs-skjal eða í gegnum pósthólf (8782) samtakanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira