Framleiðslu á BMW i8 hætt í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2020 07:15 BMW i8. Vísir/BMW BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh. Bílar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent
BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh.
Bílar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent